Sunnudagur




Jæja, best að halda þessu áfram. Helgi hefur kvartað sáran yfir því að ég bloggi aldrei lengur. Nú er að koma þriðja færslan á fáeinum. Margt er þegar þrennt er segja menn og fylgihlutir. Kannski hægt að byrja á að þrenningin samanstendur af þremur einingum. Þríhyrningur væri lítils virði ef hornin væru bara tvö, eða ofaukið ef þau væru 4. Pizzasneið er þríhyrnd svona cirka. Fram að janúar 2019 átti ég bara 3 börn. Ég á ennþá 3 bónus börn. Þrisvar hafa Detroit, Miami og Philadelphia orðið meistarar í NBA deildinni, reyndar fyrsti titill Philadelphiu 1955 sem Syracuse Nationals eins og allir vita.
Þrennt þarf að hafa í huga þegar maður býr til kaffi, sem sagt kaffi, heitt vatn og drykkjarmál. Þrisvar hefur mér dottið í hug í dag að henda pappír í pappírsgáminn, en næst kannski í fjórða. 
Jara hefur þrisvar í dag kveikt á sjónvarpinu og þrisvar hefur hún strítt Fróða bróður sínum í dag. Seinasta skiptið varð til þess að kakó sullaðist yfir sófann. 

Sysktini mín eru þrjú, hvert öðru betra og alveg ótrúlega ólík hvert á sinn hátt. Þegar við skrifuðum undir kaupsamning voru 3 mánuðir í afhendingu. Barnabætur í Danmörku koma á þriggja mánaða fresti. Jara er á þriðja ári og á afmæli á þriðja degi ársins. Einmitt þrír mánuðir síðan hún varð tveggja ára. Árinu er hægt að skipta upp í þrennt. 

Hlakka til að koma með fjórðu færsluna.

Lifið heil og njótið.

Arnar 
 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Kominn í gang...
/Helgi.

Vinsælar færslur