Sunnudagur
Þrennt þarf að hafa í huga þegar maður býr til kaffi, sem sagt kaffi, heitt vatn og drykkjarmál. Þrisvar hefur mér dottið í hug í dag að henda pappír í pappírsgáminn, en næst kannski í fjórða.
Jara hefur þrisvar í dag kveikt á sjónvarpinu og þrisvar hefur hún strítt Fróða bróður sínum í dag. Seinasta skiptið varð til þess að kakó sullaðist yfir sófann.
Sysktini mín eru þrjú, hvert öðru betra og alveg ótrúlega ólík hvert á sinn hátt. Þegar við skrifuðum undir kaupsamning voru 3 mánuðir í afhendingu. Barnabætur í Danmörku koma á þriggja mánaða fresti. Jara er á þriðja ári og á afmæli á þriðja degi ársins. Einmitt þrír mánuðir síðan hún varð tveggja ára. Árinu er hægt að skipta upp í þrennt.
Hlakka til að koma með fjórðu færsluna.
Lifið heil og njótið.
Arnar
Ummæli
/Helgi.